Fréttir frá aðalfundi FÍL

Fréttir frá aðalfundi FÍL

Aðalfundur félagsins var haldinn 15. mars í fundarsal BSRB. Þorvaldur Ingi Jónsson, Qigong kennari var með fróðlegt erindi um Qigong fræðin.

Að loknum fyrirlestri borðuðum við dýrindis kjúklingarétt að hætti kokksins. Kl. 19:30 hófust venjuleg aðalfundarstörf og var fundinum streymt á netinu.

Stjórnin: Gaf kost á sér áfram í sömu hlutverk og einnig Fræðslu- og skemmtinefnd. Ákveðið var að sameina Laga- og siðanefnd við Uppstillinganefnd og vantar 3 í þá nefnd, þ.e. “Laga- siða og uppstillinganefnd”. Einnig var ákveðið að sameina Vefsíðunefnd og Ritnefnd og vantar 2 í þá nýju nefnd, þ.e. “Vefsíðu- og ritnefndina”.

Kjaranefnd hefur ekki verið starfandi í nokkur ár en voru fundarmeðlimir sammála um að þörf væri fyrir slíka nefnd núna, svo það vantar 2-3 í Kjaranefnd.

Ákveðið var að Halla Leifsdóttir og Rósa Mýrdal myndu starfa áfram í skólanefndinni í vetur og fylgja nýja fagháskólanáminu eftir í HÍ og styðja við Gunnvöru Karlsdóttur verkefnastjóra námsins.

Undir önnur mál lagði stjórnin til að Rósu Mýrdal yrði afhentur styrkur vegna kostnaðar við ferðir á vegum Skólanefndar sl. 20 ár sem hún hefur starfað í nefndinni. Málinu til stuðnings var bent á að bara síðasta 1 ½ ár hefur Rósa farið á 53 fundi í Reykjavík vegna nýja fagháskólanámsins. Stjórnin lagði til að styrkurinn verði 300.000 kr. og var það samþykkt einróma.

Ræddum nýtt heiti félagsins í kjölfar nýs starfsheitis. Líklega verður það “Félag heilbrigðisgagnafræðinga” með skammstöfun FHF.

Nýtt logo var rætt og voru fundarmeðlimir sammála að nota skyldi “pennann” í núverandi “logo” í grunninn en poppa það upp. Það er virkilega spennandi verkefni.

Að lokum ræddum við væntanlega ráðstefnu félaga læknaritara á norðurlöndum sem haldin verður í Malmö dagana 25. og 26. september. Ráðstefnan er opin öllum félagsmönnum FÍL.

Meðfylgjandi er skýrsla stjórnar 

Hólmfríður Einarsdóttir, formaður FÍL

til baka